Salah jafnaði Agüero

Mohamed Salah fagnar marki sínu í gær.
Mohamed Salah fagnar marki sínu í gær. AFP

Með glæsimarkinu sem Mohamed Salah skoraði fyrir Liverpool í 2:0 sigri liðsins á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni er Egyptinn búinn að jafna Argentínumanninn Sergio Agüero úr liði Manchester City yfir markahæstu leikmenn deildarinnar.

Salah skoraði eitt af mörkum tímabilsins þegar hann skoraði síðara mark Liverpool með glæsilegu skoti og var þetta var fyrsta mark hans fyrir utan vítateig síðan hann skoraði á móti Manchester City í maí 2018.

Markahæstu leikmenn:

19 - Mohamed Salah, Liverpool
19 - Sergio Agüero, Manchester City
18 - Sadio Mané, Liverpool
17 - Harry Kane, Tottenham
17 - Raheem Sterling, Manchester City
17 - Pierre-Emerick Aubameyang, Arsenal

mbl.is