Barton neitar að hafa skallað Stendel

Joey Barton stýrir C-deildarliði Fleetwood í dag.
Joey Barton stýrir C-deildarliði Fleetwood í dag. Ljósmynd/fleetwoodtownfc.com

Joey Barton, knattspyrnustjóri Fleetwood í ensku C-deildinni, neitar því alfarið að hafa skallað Daniel Stendel, stjóra Barnsley eftir leik liðanna í deildinni um síðustu helgi. Umrætt atvik átti sér stað í leikmannagöngunum, strax eftir leik, en Barnsley kvartaði til yfirmanna ensku deildarkeppninnar vegna atviksins.

Eins og áður sagði lenti stjórunum saman í leikmannagöngunum eftir leik með þeim afleiðingum að Stendel yfirgaf svæðið, alblóðugur. Forráðamenn ensku deildarkeppninnar og lögreglan í  Suður-Jór­vík­ur­skíri á Englandi eru nú með málið til rannsóknar en atvikið er litið afar alvarlegum augum.

Barton hefur ekki viljað tjá sig málið að svo stöddu en hann setti inn færslu á Twitter-síðu sinni í morgun þar sem hann neitar allri sök. „Ég neita allri sök. Þar sem málsrannsókn stendur enn yfir finsnt mér ekki viðeigandi að ég tjái mig meira um málið að svo stöddu en ég mun gera það á endanum,“ sagði Barton meðal annars.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert