Pochettino fær háa fjárhæð í sumar

Mauricio Pochettino hefur helling til að gleðjast yfir þessa dagana.
Mauricio Pochettino hefur helling til að gleðjast yfir þessa dagana. AFP

Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham, fær allt að 150 milljónir punda til þess að eyða í nýja leikmenn í sumar en það eru enskir fjölmiðlar sem greina frá þessu. Daniel Levy, stjórnarformaður félagsins, ætlar að láta stjórann fá 60 milljónir punda úr sínum eigin vasa og þá hefur hann einnig fengið leyfi til þess að fjármagna kaup liðsins með sölu á leikmönnum.

Toby Alderweireld og Christian Eriksen hafa báðir verið orðaðir við brottför frá félaginu að undanförnu en sá síðarnefndi verður samningslaus sumarið 2020 og hefur ekki viljað skrifa undir nýjan samning við félagið. Sömu sögu er að segja um Alderweireld en hann er með klásúlu í samningi sínum sem gerir honum kleift að yfirgefa félagið fyrir 25 milljónir punda í sumar.

Þá er félagið einnig sagt tilbúið að hlusta á tilboð í þá Danny Rose, Victor Wanyama, Georges-Kevin Nkoudou og Kieran Trippier. Pochettino hefur ekki verið virkur á leikmannamarkaðnum, undanfarin ár, en félagið keypti engan leikmann síðasta sumar. Pochettino hefur náð mögnuðum árangri með liðið síðan hann tók við stjórnartaumunum árið 2014 en liðið er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir sigur á Manchester City og þá er Tottenham í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar þegar fjórar umferðir eru eftir af tímabilinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert