Stefnir í að martröðinni ljúki

Alexis Sánchez.
Alexis Sánchez. AFP

Reiknað er með martröð Sílemannsins Alexis Sánchez hjá Manchester United taki enda í sumar en hann hefur átt afar erfitt uppdráttar frá því hann kom United frá Arsenal í janúar á síðasta ári.

Enskir fjölmiðlar greina frá því að umboðsmaður Sánchez hafi rætt við ítölsku félögin Inter og Juventus um hugsanleg félagaskipti en Manchester United vill losna við Sílemanninn í sumar.

Ítölsku liðin eru hins vegar ekki reiðubúinn að greiða Sánchez sambærileg laun og hann hefur hjá Manchester United. Vikulaun hans eru 500 þúsund pund en sú upphæð jafngildir rúmum 79 milljónum króna.

Krafa félaganna ef félagaskiptin eiga að verða að veruleik er að Sánchez lækki við sig í launum eða að Manchester United muni greiða hluta af launum hans.

mbl.is