Einn besti dagur í lífi mínu

Daniel James.
Daniel James. AFP

Manchester United hefur staðfest kaupin á velska landsliðsmanninum Daniel James frá Swansea City.

James, sem er 21 árs gamall, skrifaði undir fimm ára samning með möguleika á að framlengingu um eitt ár.

„Þetta er einn besti dagur í lífi mínu og þetta er áskorun sem ég hlakka mikið til að takast á við. Enska úrvalsdeildin er besta deild í heimi og Manchester United er fullkominn staður fyrir mig að halda áfram að þroskast sem leikmaður,“ segir James á vef Manchester United en hann er fyrsti leikmaðurinn sem Ole Gunnar Solskjær kaupir eftir að hann var ráðinn knattspyrnustjóri liðsins.

United greiðir um 15 milljónir fyrir kantmanninn sem skoraði fimm mörk í 38 leikjum með Swansea á síðustu leiktíð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert