Verður Tyrkland næsti áfangastaður Mata?

Juan Mata.
Juan Mata. AFP

Framtíð spænska miðjumannsins Juan Mata leikmanns Manchester United er óráðin en samningur hans við félagið er að renna út.

Manchester United greindi frá því í síðustu viku að Mata hafi verið boðinn nýr eins árs samningur en Spánverjinn gekk í raðir United frá Chelsea fyrir fimm árum og hefur reynst liðinu afar vel.

Fregnir frá Englandi herma að tyrknesku liðin Fenerbache og Galatasaray séu áhugasöm um að fá Mata til liðs við sig og þá er Barcelona einnig með leikmanninn í sigtinu. Mata er 31 árs gamall og hefur spilað 218 leiki með Manchester United og hefur í þeim skorað 45 mörk.

mbl.is