Leikjaniðurröðunin í ensku úrvalsdeildinni

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hans í Everton mæta Crystal …
Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hans í Everton mæta Crystal Palace á útivelli í fyrstu umferðinni. AFP

Manchester City hefur titilvörnina í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu gegn West Ham á útivelli en leikjaniðurröðunin fyrir næstu leiktíð var gefin út nú rétt í þessu. Fyrsti leikurinn fer fram föstudaginn 9. ágúst og lokaumferðin verður leikin sunnudaginn 17. maí.

Evrópumeistarar Liverpool fá nýliða Norwich í heimsókn í fyrsta leik deildarinnar föstudaginn 9. ágúst.

Manchester United og Chelsea eigast við í fyrstu umferðinni á Old Trafford og Gylfi Þór Sigurðsson og samherjar hans í Everton mæta Crystal Palace á útivelli.

Fyrsta umferðin:

Föstudaginn 9. ágúst:
Liverpool v Norwich City

Laugardagur 10. ágúst:
West Ham v Man City
AFC Bournemouth v Sheffield United
Burnley v Southampton
Crystal Palace v Everton
Leicester City v Wolves
Watford v Brighton
Tottenham v Aston Villa

Sunnudagur 11. ágúst:
Newcastle v Arsenal
Man United v Chelsea

Önnur umferð:

Laugardaginn 17. ágúst:
Arsenal v Burnley
Aston Villa v AFC Bournemouth
Brighton v West Ham
Chelsea v Leicester City
Everton v Watford
Man City v Spurs
Norwich City v Newcastle United
Sheffield United v Crystal Palace
Southampton v Liverpool
Wolves v Man Utd

Sjá alla leikjaniðurröðunina

mbl.is