Monk rekinn frá Birmingham

Garry Monk.
Garry Monk. AFP

Enska B-deildarfélagið Birmingham rak í dag knattspyrnustjórann Garry Monk eftir aðeins rúmlega ár í starfi. Ástæðan eru deilur Monk við forráðamenn félagsins um félagsskipti. 

Monk var ósáttur þegar Spánverjinn Jota fór til Aston Villa og Gary Gardner kom til Birmingham í staðinn. Eftir það var samband Monk við eigendur félagsins slæmt. 

Pep Cloet, aðstoðarmaður Monk tekur við starfinu tímabundið. Birmingham hafnaði í 17. sæti ensku B-deildarinnar á síðustu leiktíð með 52 stig, en liðið missti níu stig vegna brot á fjárhagsreglum enska knattspyrnusambandsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert