Juventus er hætt við Pogba

Paul Pogba.
Paul Pogba. AFP

Ítalíumeistarar Juventus hafa gefist upp á því að fá franska miðjumanninn Paul Pogba til liðs við sig á nýjan leik frá Manchester United.

Ítalskir fjölmiðlar greina frá þessu í dag en Juventus og Real Madrid hafa bæði verið á höttunum eftir Pogba í allt sumar. Frakkinn er sagður vilja fara frá Manchester United en Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, hefur ítrekað sagt að hann vilji halda Pogba og byggja upp lið sitt í kringum hann.

Real Madrid stendur þar með eitt eftir í baráttunni um að fá Pogba en félagið gæti þurft að punga út 150 milljónum punda, jafnvirði um 24 milljarða króna, til að fá hann til liðs við sig.

mbl.is