De Gea vill fyrirliðabandið

David de Gea
David de Gea AFP

Spænski markmaðurinn David de Gea vill verða fyrirliði Manchester United. De Gea mun að öllum líkindum skrifa undir nýjan samning félagið á næstu dögum, sem gildir til 2025. Verður hann launahæsti markmaður heims með nýja samningnum. 

Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, er ekki búinn að tilkynna hver verður fyrirliði United eftir að Antonio Valencia yfirgaf félagið í sumar, en de Gea hefur sett nafn sitt í hattinn. 

„Ég hef verið fyrirliði í einhverjum leikjum og það er ótrúlegt að vera fyrirliði hjá félagi eins og Manchester United og verja merkið. Það er æðislegt og auðvitað yrði ég mjög, mjög glaður ef ég yrði gerður að fyrirliða," sagði de Gea í samtali við fjölmiðla á blaðamannafundi í Singapúr í dag. 

De Gea kom til United árið 2011 og hefur verið valinn besti leikmaður ársins hjá félaginu fjórum sinnum. Hann vill sjá betri hluti frá liðinu á næstu leiktíð en þeirri síðustu. „Við verðum að bæta okkur mikið. Við erum Manchester United og við verðum að berjast um titla," sagði de Gea. 

mbl.is