Fær tæpar 235 milljónir í mánaðarlaun

David de Gea slær boltann frá í leiknum við Inter.
David de Gea slær boltann frá í leiknum við Inter. AFP

Spænski markmaðurinn David de Gea mun skrifa undir langtímasamning við Manchester United á næstu dögum og verður hann launahæsti markmaður heims fyrir vikið.

Að sögn Sky Sports er United reiðubúið að borga honum 375.000 pund í vikulaun, eða rúmlega 58 og hálfa milljón króna. Það gerir tæpar 235 milljónir króna í mánaðarlaun. 

Félagið og de Gea eru búin að ræða saman í meira en ár um nýjan samning. Verður markmaðurinn samningslaus eftir leiktíðina.

Hann hefur fjórum sinnum verið valinn besti leikmaður Manchester United, síðan hann kom til félagsins frá Atlético Madríd í heimalandinu fyrir átta árum. 

Hann spilaði í markinu í 1:0-sigrinum á Inter á undirbúningstímabilinu í gær og á alls 362 leiki með Manchester United. 

mbl.is