City sektað en sleppur við bann

Pep Guardiola er knattspyrnustjóri Manchester City.
Pep Guardiola er knattspyrnustjóri Manchester City. AFP

Enska knattspyrnufélagið Manchester City hefur verið sektað um 315.000 pund af FIFA fyrir brot á reglum sambandsins um félagsskipti leikmanna undir 18 ára.

Chelsea fékk eins árs félagsskiptabann og 460.000 punda sekt fyrir svipað brot. 

City játaði sök, ólíkt Chelsea, og var refsing Englandsmeistaranna því vægari. City er enn undir rannsókn FIFA og UEFA fyrir mögulegt brot á fjárhagsreglum og gæti félaginu verið refsað frekar. 

„FIFA leggur mikla áherslu á að vernda unga leikmenn og reglur um félagsskipti leikmanna undir 18 ára eru skýrar," segir í yfirlýsingu sem FIFA gaf út í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert