Sjáðu markið sem var tekið af City

Fyrstu um­ferð ensku úr­vals­deild­ar­inn­ar í knatt­spyrnu lauk um síðustu helgi en deild­in fór af stað á föstu­dag­inn þegar Li­verpool fékk Norwich í heim­sókn. Liverpool vann öruggan 4:1-sigur á Anfield en staðan í hálfleik var 4:0.

Þá vann Manchester City 5:0-sigur gegn West Ham í London þar sem mark var tekið af Gabriel Jesus eftir að stuðst hafði verið við VAR-myndbandsdómgæslu sem er nýjung í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð.

Þá fer Manchester United vel af stað en liðið fór illa með Frank Lampard og lærisveina hans í Chelsea og vann 4:0-sigur á Old Trafford. Pierre-Emerick Aubameyang tryggði svo Arsenal 1:0-sigur gegn Newcastle á St. James's Park.

Gabriel Jesus fagnar fyrsta marki sínu gegn West Ham um …
Gabriel Jesus fagnar fyrsta marki sínu gegn West Ham um síðustu helgi. AFP
mbl.is