Fjórtándi sigur Liverpool í röð

Liverpool vann sinn fjórtánda sigur í röð í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag er liðið hafði betur gegn Newcastle á heimavelli, 3:1.

Jetro Willems kom Newcastle yfir strax á sjöundu mínútu með glæsilegu skoti upp í samskeytin. Eftir markið tóku leikmenn Liverpool við sér og Sadio Mané jafnaði á 28. mínútu. Mané var svo aftur á ferðinni á 40. mínútu og var staðan í hálfleik 2:1. 

Liverpool var miklu sterkari aðilinn í seinni hálfleik og Mo Salah gulltryggði 3:1-sigur með marki á 72. mínútu eftir stórglæsilega hælsendingu frá Roberto Firmino og þar við sat. 

Liverpool er í toppsætinu með 15 stig og Newcastle í 16. sæti með fjögur stig. 

Sadio Mané horfir á eftir boltanum í netið.
Sadio Mané horfir á eftir boltanum í netið. AFP
Liverpool 3:1 Newcastle opna loka
90. mín. Að minnsta kosti þrjár mínútur í uppbótartíma.
mbl.is