Romero fær tækifæri á morgun

Sergio Romero.
Sergio Romero. AFP

Argentínumaðurinn Sergio Romero fær tækifæri á milli stanganna hjá Manchester United gegn Astana en liðin eigast við í 1. umferð Evrópudeildarinnar á Old Trafford annað kvöld.

„Sergio mun spila á morgun. Hann hefur sýnt og sannað að hann er toppmarkvörður á eftir David de Gea og hann er tilbúinn ef eitthvað kemur fyrir David. Það er kominn tími á fyrir hann að fá leikmínútur,“ sagði Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, á fréttamannafundi í dag.

Solskjær sagði að nokkrir ungir leikmenn myndu fá að spreyta sig í leiknum gegn Astana, þeirra á meðal framherjinn Mason Greenwood og varnarmaðurinn Axel Tuanzebe

mbl.is