Fýlubakpokinn farinn af Tottenham (myndskeið)

„Það var sterkt hjá Tottenham að koma til baka,“ sagði landsliðsframherjinn Margrét Lára Viðarsdóttir um Tottenham sem vann sterkan 2:1-sigur á Southampton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á laugardag. 

Margrét var gestur í sjónvarpsþættinum Völlurinn á Síminn Sport og ræddi um Tottenham-liðið ásamt Eiði Smára Guðjohnsen og Tómasi Þórði Þórðarsyni. Tottenham hefur ekki byrjað vel á tímabilinu en Margrét segir leikinn geta verið ákveðin vendipunkt. 

„Þetta gefur gríðarlega mikið. Þeir voru manni færri og augnablikið var farið, en þeir snúa því við sem er virkilega vel gert. Þeir geta farið í næsta leik fullir sjálfstraust og væntanlega búnir að henda fýlubakpokanum af sér,“ bætti Margrét við. 

Umræðuna má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. 

Harry Kane skoraði sigurmark Tottenham.
Harry Kane skoraði sigurmark Tottenham. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert