Vantaði gæði og hugmyndaflug í United (myndskeið)

Tómas Þór Þórðarson og Bjarni Þór Viðarsson voru á Old Trafford fyrir Símann sport í kvöld á leik Manchester United og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Skemmtilegum leik lauk með 1:1-jafntefli. 

„Þetta byrjaði rólega. Arsenal lá til baka og United var sterkari og skoraði frábært mark undir lok fyrri hálfleiks. Arsenal jafnaði svo með skemmtilegu marki og það var fáránlegt að lyfta flagginu á þessari stundu,“ sagði Bjarni og átti þá við um jöfnunarmark Pierre-Emerick Aubameyang. Aðstoðardómarinn flaggaði framherjann rangstæðan, en þeirri ákvörðun var breytt með myndbandsdómurum. 

Hann segir gæði og hugmyndaflug vanta í leik United. „Mér fannst Arsenal vera sáttara við stigið. Það vantaði gæði hjá United. Menn voru að komast í ágætar stöður en einn á móti einum gerist lítið hjá þeim. Það vantaði gæði og hugmyndaflug,“ sagði Bjarni. 

Innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. 

Manchester United og Arsenal skildu jöfn í kvöld.
Manchester United og Arsenal skildu jöfn í kvöld. AFP
mbl.is