Meistararnir reyna við Aké í janúar

Nathan Aké .
Nathan Aké . AFP

Enskir fjölmiðlar greina frá því að Englandsmeistarar Manchester City ætli að reyna að fá hollenska varnarmanninn Nathan Aké frá Bournemouth til liðs við sig í janúar.

City er þegar orðið átta stigum á eftir Liverpool en meistararnir töpuðu á heimavelli fyrir Wolves um síðustu helgi en áður höfðu þeir beðið lægri hlut fyrir nýliðum Norwich.

Pep Guardiola, stjóri City, vill styrkja varnarlínuna en franski miðvörðurinn er frá keppni vegna meiðsla og fyrirliðinn Vincent Kompany yfirgaf félagið í sumar.

Aké er 24 ára gamall vel spilandi miðvörður sem kom til Chelsea árið 2012. Hann var í láni hjá Reading, Watford og Bournemouth áður en síðastnefnda liðið keypti hann frá Chelsea fyrir tveimur árum fyrir 20 milljónir punda. Aké hefur spilað tíu leiki með hollenska A-landsliðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert