Tíu leikmenn á sjúkralistanum hjá United

Ole Gunnar Solskjær.
Ole Gunnar Solskjær. AFP

Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, vonast til þess að endurheimta sterka leikmenn úr meiðslum áður en liðið tekur á móti erkifjendunum í Liverpool á Old Trafford þann 20. þessa mánaðar.

Solskjær hefur lengið undir mikilli pressu eftir 1:0 tap sinna manna gegn Newcastle á sunnudaginn en United er í 12. sæti deildarinnar, aðeins tveimur stigum frá fallsæti eftir átta umferðir. Á sama tíma hefur Liverpool unnið alla átta leiki sína og er með átta stiga forskot á Manchester City í toppsæti deildarinnar.

Solskjær hefur aðeins einu sinni getað stillt upp sínu sterkasta liðið en það var í 1. umferðinni þegar United burstaði Chelsea 4:0. Sem stendur er tíu leikmenn Solskjærs á sjúkralistanum og meðal þeirra eru Paul Pogba, Victor Lindelöf, Luke Shaw, Aaron Wan-Bissaka, Jesse Lingard, Athony Martial, Mason Greenwood.

Solskjær heldur í vonina um að geta nýtt krafta sex leikmanna af þeim tíu sem eru sjúkralistanum

mbl.is