Matip með langtímasamning við Liverpool

Joël Matip hefur spilað vel á leiktíðinni.
Joël Matip hefur spilað vel á leiktíðinni. AFP

Varnarmaðurinn Joël Matip skrifaði í dag undir nýjan samning við enska knattspyrnufélagið Liverpool. Samningurinn gildir til sumarsins 2024. 

Matip hefur spilað glimrandi vel með Virgil van Dijk í miðri vörn Liverpool á leiktíðinni og á hann sinn þátt í að liðið er með átta stiga forskot á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni. 

Matip hefur misst af tveimur síðustu leikjum Liverpool vegna meiðsla, en hann hefur leikið sex af átta deildarleikjum liðsins til þessa. Matip kom af frjálsri sölu frá Schalke fyrir þremur árum síðan og gerði þá fjögurra ára samning. 

Kamerúninn er orðinn heill heilsu og verður væntanlega í byrjunarliði Liverpool sem mætir Manchester United á sunnudaginn kemur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert