„Mané á það til að dýfa sér“

Sadio Mané
Sadio Mané AFP

Liverpool vann hádramatískan sigur á nýliðum Aston Villa, 2:1, í ensku úrvalsdeildinni í gær til að halda sex stiga forystu sinni á toppi deildarinnar. Englandsmeistarar Manchester City unnu einnig í gær og eftir leik stóðst Pep Guardiola, stjóri liðsins, ekki mátið að skjóta aðeins á andstæðinga sína í titilbaráttunni.

„Þetta hefur gerst oft, það sem Liverpool gerði, vegna þess að Mané er sérstakur leikmaður. Stundum á hann það til að dýfa sér og stundum á hann það til að skora ótrúleg mörk á síðustu mínútunni,“ sagði Guardiola um Mané sem skoraði sigurmark Liverpool undir blálokin á Villa Park en fyrr í leiknum fékk hann gult spjald fyrir leikaraskap.

City þurfti einnig að koma til baka í gær en liðið lentir undir á heimavelli gegn Southampton áður en mörk frá Sergio Agüero og Kyle Walker tryggðu meisturunum stigin þrjú.

Pep Guardiola
Pep Guardiola AFP
mbl.is