Langt frá því að vera ómögulegt

Marcus Rashford er brattur þrátt fyrir dapurt gengi Man. Utd. …
Marcus Rashford er brattur þrátt fyrir dapurt gengi Man. Utd. í úrvalsdeildinni. AFP

Manchester United er tíu stigum á eftir Leicester og Chelsea, sem sitja í 3. og 4. sæti, en framherjinn Marcus Rashford er þess fullviss að United geti náð Meistaradeildarsæti.

Fjögur efstu lið ensku úrvalsdeildarinnar í lok leiktíðar komast í Meistaradeildina á næstu leiktíð. United hafnaði í 6. sæti á síðustu leiktíð, fimm stigum frá 4. sæti, og leikur því í Evrópudeildinni í vetur. Eftir slakt gengi í haust er United nú aðeins í 10. sæti með 13 stig eftir 11 leiki.

„Það verður erfitt [að komast í hóp fjögurra efstu liða] en það er langt frá því að vera ómögulegt. Við þurfum ekki að hugsa um önnur lið. Við spilum okkar besta fótbolta þegar við hugsum bara um okkur og að bæta okkur. Það er eina leiðin fyrir Manchester United til að spila góðan fótbolta og við þurfum að fara að gera það aftur,“ sagði Rashford.

United tekur á móti Brighton í úrvalsdeildinni á sunnudaginn en mætir fyrst Partizan Belgrad í Evrópudeildinni á Old Trafford annað kvöld.

„Aðalatriðið er að við bregðumst strax við. Mér finnst það alltaf þannig með heimaleiki að ef maður er orkumikill á vellinum, tekur hlaupin og er líflegur, þá vinnur maður oftast leikina,“ sagði Rashford.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert