Árásarmaður Kolasinac og Özil dæmdur í 10 ára fangelsi

Sead Kolasinac í leik með Arsenal.
Sead Kolasinac í leik með Arsenal. AFP

Annar af mönnunum sem vopnaður hnífi reyndi að ræna rándýrum úrum af Sead Kolas­inac og Mesut Özil, leikmönnum Arsenal, var í dag dæmdur í tíu ára fangelsi.

At­vikið átti sér stað í norðvest­ur­hluta Lund­úna 25. júlí í sumar en Kolasinac náði að hrekja ræningjana á brott þrátt fyr­ir að þeir otuðu að hon­um vopni.

Ashley Smith var dæmdur í tíu ára fangelsi en hinn maðurinn, Jordan Northover, fær að vita um dóm sinn á næstu dögum en báðir játuðu þeir sök í málinu.

mbl.is