Þrumufleygur kom Liverpool yfir gegn City (myndskeið)

Liverpool er með átta stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir 3:1-sigur gegn Manchester City í stórleik helgarinnar á Anfield í Liverpool í dag. Fjörið byrjaði strax á 6. mínútu þegar Fabinho kom Liverpool yfir með þrumuskoti af 30 metra færi.

Mohamed Salah tvöafaldaði forystu Liverpool sjö mínútum síðar með skalla af stuttu færi eftir frábæra fyrirgjöf Andrew Robertson. Sadio Mané skoraði þriðja mark Liverpool með skalla á 51. mínútu áður en Bernardo Silva minnkaði muninn fyrir City á 78. mínútu.

Liverpool er með 34 stig í efsta sæti deildarinnar og hefur nú níu stiga forskot á Englandsmeistara Manchester City sem eru í fjórða sæti deildarinnar. Leicester er í öðru sætinu með 26 stig, líkt og Chelsea, en Leicester er með betri markatölu.

Fabinho fagnar glæsimarki sínu gegn City á Anfield.
Fabinho fagnar glæsimarki sínu gegn City á Anfield. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert