Traoré óvænt valinn í spænska landsliðið

Adama Traoré fagnar marki með Úlfunum.
Adama Traoré fagnar marki með Úlfunum. AFP

Adama Traoré, hinn vöðvastælti kantmaður í liði Wolves í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hefur óvænt verið kallaður inn í spænska landsliðshópinn fyrir leiki Spánverja gegn Möltu og Rúmeníu í undankeppni EM.

Reiknað hafði verið með að Traoré ætlaði að velja að spila fyrir Malí en hann hefur leikið með yngri landsliðum Spánar. Traoré hóf sinn feril með Barcelona þar sem hann lék með unglingaliðum félagsins og B-liðinu en árið 2016 gekk hann í raðir Middlesbrough á Englandi og fór svo til Wolves tveimur árum síðan.

Hann tekur sæti Rodrigo Moreno sem hefur dregið sig út úr hópnum vegna meiðsla. Traoré hefur verið öflugur í liði Úlfanna á tímabilinu og hefur skorað tvö mörk í 10 leikjum í ensku úrvalsdeildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert