United upp um sjö sæti

Marcus Rashford skoraði eitt og fékk fullt af færum til …
Marcus Rashford skoraði eitt og fékk fullt af færum til að skora meira. AFP

Manchester United fór upp um sjö sæti með 3:1-sigri á Brighton á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Liðið var í 14. sæti fyrir leikinn en er nú í sjöunda sæti með 16 stig. 

United byrjaði af krafti og Andrea Pereira skoraði fyrsta markið á 17. mínútu. Anthony Martial sendi þá á Brasilíumanninn sem skaut í varnarmann og í netið. Aðeins tveimur mínútum síðar tvöfaldaði Davy Pröpper forskot United með sjálfsmarki. Staðan í hálfleik var því 2:0. 

Brighton kom sér aftur inn í leikinn á 64. mínútu er Lewis Dunk skoraði með skalla eftir hornspyrnu. Það gerði hins vegar lítið annað en að kveikja í United-mönnum því tveimur mínútum síðar skoraði Marcus Rahsford þriðja markið. 

United fékk fjölmörg færi til að skora fjórða markið og þá sérstaklega Rashford, en fleiri urðu mörkin ekki. Brighton er í ellefta sæti með 15 stig.

Wolves hafði betur gegn Aston Villa á heimavelli. Ruben Neves og Raúl Jímenez skoruðu mörk Úlfanna áður en Mahmoud Trezeguet minnkaði muninn fyrir Villa í blálokin. 

Man. Utd 3:1 Brighton opna loka
90. mín. Marcus Rashford (Man. Utd) á skot framhjá Rashford gæti verið með þrennu. Sleppur aleinn í gegn en leggur boltann framhjá fjærstönginni.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert