United upp um sjö sæti

Marcus Rashford skoraði eitt og fékk fullt af færum til ...
Marcus Rashford skoraði eitt og fékk fullt af færum til að skora meira. AFP

Manchester United fór upp um sjö sæti með 3:1-sigri á Brighton á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Liðið var í 14. sæti fyrir leikinn en er nú í sjöunda sæti með 16 stig. 

United byrjaði af krafti og Andrea Pereira skoraði fyrsta markið á 17. mínútu. Anthony Martial sendi þá á Brasilíumanninn sem skaut í varnarmann og í netið. Aðeins tveimur mínútum síðar tvöfaldaði Davy Pröpper forskot United með sjálfsmarki. Staðan í hálfleik var því 2:0. 

Brighton kom sér aftur inn í leikinn á 64. mínútu er Lewis Dunk skoraði með skalla eftir hornspyrnu. Það gerði hins vegar lítið annað en að kveikja í United-mönnum því tveimur mínútum síðar skoraði Marcus Rahsford þriðja markið. 

United fékk fjölmörg færi til að skora fjórða markið og þá sérstaklega Rashford, en fleiri urðu mörkin ekki. Brighton er í ellefta sæti með 15 stig.

Wolves hafði betur gegn Aston Villa á heimavelli. Ruben Neves og Raúl Jímenez skoruðu mörk Úlfanna áður en Mahmoud Trezeguet minnkaði muninn fyrir Villa í blálokin. 

Uppfærist sjálfkrafa meðan leikur er í gangi

Allar lýsingar í beinni

Man. Utd 3:1 Brighton opna loka
90. mín. Marcus Rashford (Man. Utd) á skot framhjá Rashford gæti verið með þrennu. Sleppur aleinn í gegn en leggur boltann framhjá fjærstönginni.
mbl.is