Leikmaður Liverpool hæðist að VAR

Félagarnir James Milner og Jordan Henderson.
Félagarnir James Milner og Jordan Henderson. AFP

James Milner, reyndasti leikmaður Liverpool, hæðist að VAR tækninni á samfélagsmiðlum en hann er einn þeirra sem verið hefur gagnrýninn á breytingarnar tengdar VAR í ensku úrvalsdeildinni. 

Milner birti mynd af sér og Jordan Henderson á æfingu á nöprum morgni í Liverpool. Eru þeir samsíða á skokkinu. Milner segir með myndinni að þeir hafi verið að æfa fyrir VAR-uppákomu og Henderson hafi verið rangstæður vegna hanskans. 

mbl.is