Mourinho á leið á Old Trafford

Jose Mourinho á Old Trafford 20. október.
Jose Mourinho á Old Trafford 20. október. AFP

Jose Mourinho, nýráðinn knattspyrnustjóri Tottenham Hotspur, mun heimsækja sínu gömlu vinnustaði í ensku úrvalsdeildinni í vetur. 

Ekki verður þess langt að bíða að Mourinho heilsi upp á stuðningsmenn Manchester United. Tottenham sækir United heim í deildinni eftir tvær vikur eða svo eða 4. desember. 

Tengsl Mourinho við Chelsea eru enn sterkari en við Manchester United en Tottenham á einnig eftir að spila við Chelsea á útivelli. 

Mourinho verður á Stamford Bridge þegar Chelsea og Tottenham mætast hinn 22. febrúar. 

mbl.is