Liverpool með ellefu stiga forskot

Jürgen Klopp og Andrew Robertson voru sáttir í leikslok á …
Jürgen Klopp og Andrew Robertson voru sáttir í leikslok á Anfield. AFP

Liverpool er með ellefu stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir dramatískan 2:1-sigur gegn Brighton á Anfield í Liverpool í dag. Virgil van Dijk skoraði tvívegis fyrir Liverpool með skalla eftir fast leikatriði í fyrri hálfleik og staðan því 2:0 í hálfleik. Á 76. mínútu fékk Alisson Becker í marki Liverpool að líta beint rautt spjald fyrir að handleika knöttinn utan teigs og aukaspyrna dæmd.

Lewis Dunk, fyrirliði Brighton, skoraði úr spyrnunni og Brighton setti mikla á pressu Liverpool í kjölfarið. Toppliðin tókst hins vegar að halda út og Liverpool fagnaði sínum þrettánda sigri á leiktíðinni. Liverpool er með 40 stig í efsta sæti deildarinnar og hefur nú ellefu stiga forskot á Manchester City og Leicester en Leicester á leik til góða.

Dele Alli skoraði tvívegis fyrir Tottenham sem vann 3:2-sigur gegn Bournemouth í London. Alli skoraði á 21. og 50. mínútu og Moussa Sissoko skoraði þriðja mark Tottenham á 69. mínútu. Harry Wilson skoraði tvívegis fyrir Bournemouth undir lokin en það dugði ekki til. Þetta var annar sigurleikur Tottenham í röð í deildinni en liðið er komið í fimmta sæti deildarinnar með 20 stig en Bournemouth er í því tólfta með 16 stig.

Aaron Cresswell reyndist hetja West Ham gegn Chelsea á Stamford Bridge en hann skorað sigurmark leiksins í upphafi síðari hálfleiks í 1:0-sigri West Ham. Chelsea er áfram í fjórða sæti deildarinnar með 26 stig en Wst Ham fer með sigrinum í 16 stig og í þrettánda sæti deildarinnar. Þá vann Crystal Palace 2:0-sigur gegn Burnley á Turf Moor. Palace er í tíunda sæti deildarinnar með 18 stig en Burnley er í áttunda sætinu með 18 stig.

Burnley 0:2 Crystal Palace
Zaha 45., Schlupp 78.

Chelsea 0:1 West Ham
Cresswell 48.

Liverpool 2:1 Brighton
Van Dijk 18., 25. - Dunk 79.
Rautt spjald: Alisson Becker 77.

Tottenham 3:2 Bournemouth
Alli 21., 50., Sissoko 69. - Wilson 73., 90.

Dele Alli fagnar öðru marki sínu gegn Bournemouth í dag.
Dele Alli fagnar öðru marki sínu gegn Bournemouth í dag. AFP
Enski boltinn í beinni opna loka
kl. 16:55 Leik lokið Þá er leikjunum sem hófust klukkan 15 formlega lokið.
mbl.is