Meistararnir töpuðu stigum í Newcastle

Jetro Willems fagnar marki sínu á St. James' Park í …
Jetro Willems fagnar marki sínu á St. James' Park í dag. Ljósmynd/@premierleague

Jonjo Shelvey tryggði Newcastle stig gegn Englandsmeisturum Manchester City þegar liðin mættust á St. James‘ Park í Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Leiknum lauk með 2:2-jafntefli en Shelvey jafnaði metin fyrir Newcastle með marki á 88. mínútu.

Raheem Sterling kom City yfir á 22. mínútu eftir laglegt samspil City manna en Sterling þrumaði boltanum í fjærhornið af stuttu færi úr teignum. Jetro Williams jafnaði hins vegar metin fyrir Newcastle þremur mínútum síðar með föstu skoti úr teignum og staðan því 1:1 í hálfleik.

Kevin De Bruyne kom City svo yfir á nýjan leik með stórkostlega marki á 82. mínútu þegar hann kassaði boltann utan teigs og þrumaði honum í slánna og inn. Það virtist allt stefna í sigur meistaranna þegar Jonjo Shelvey jafnaði metin fyrir Newcastle með fallegu skoti utan teigs og þar við sat.

Newcastle er í fjórtánda sæti deildarinnar með 15 stig og er nú fimm stigum frá fallsæti. Manchester City er hins vegar í öðru sæti deildarinnar með 29 stig, átta stigum minna en topplið Liverpool, sem agetur aukið forskot sitt í ellefu stig með sigri gegn Brighton síðar í dag.

Newcastle 2:2 Man. City opna loka
90. mín. +4
mbl.is