Rekinn eftir 85 daga í starfi

Quique Sanchez Flores
Quique Sanchez Flores AFP

Watford hefur rekið Quique Sanchez Flor­es úr starfi knattspyrnustjóra eftir aðeins 85 daga í starfi en þetta var í annað sinn sem hann stýrði liðinu í ensku úrvalsdeildinni.

Watford hefur nú leit að þriðja stjóranum sínum á tímabilinu sem er ekki einu sinni hálfnað en Javi Gracia var látinn fara eftir aðeins fjóra leiki. Watford vann aðeins einn leik af tíu undir stjórn Sanchez Flores sem stýrði einnig liðinu árið 2016.

Watford er á botni deildarinnar með átta stig eftir 14 umferðir en liðið tapaði áttunda leiknum sínum í gær í botnslag gegn Southampton, 2:1.

Sem fyrr segir leitar Watford nú að þriðja knattspyrnustjóranum á þessu tímabili en þetta verða tí­undu stjóra­skipti félagsins frá því að Pozzo-fjöl­skyld­an eignaðist fé­lagið í júní 2012.

mbl.is