Son var Sonaldo í dag

Son og José Mourinho ræða málin eftir leik.
Son og José Mourinho ræða málin eftir leik. AFP

José Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham, var kampakátur eftir 5:0-sigur liðsins gegn Burnley í ensku úrvalsdeildinni í dag. Hann hrósaði Heung-Min Son sérstaklega í leikslok, en Suður-Kóreumaðurinn skoraði stórglæsilegt mark í leiknum. 

„Sonur minn kallar Son alltaf Sonaldo og í dag var hann Sonaldo,“ sagði Mourinho léttur í viðtali eftir leikinn. Þetta minnir mig á mark sem Ronaldo skoraði fyrir Barcelona árið 1996. Þetta var magnað mark.“

„Þetta var mikilvæg frammistaða hjá liðinu. Við skoruðum mörk og stuðningsmennirnir eru glaðir. Ungir leikmenn fengu að spreyta sig og við héldum hreinu. Ég er mjög, mjög glaður,“ sagði Portúgalinn, kátur að vanda. 

mbl.is