Eigandi Liverpool í vandræðum

Fyrir utan Anfield Road, heimavöll Liverpool.
Fyrir utan Anfield Road, heimavöll Liverpool. AFP

Mike Gordon, framkvæmdastjóri fjárfestingafélagsins FSG, sem á meirihluta í enska úrvalsdeildarfélaginu Liverpool, komst í hann krappann í dag. Lenti hann í flugóhappi á John Lennon-flugvellinum í Liverpool, en slapp ómeiddur. 

Einkaflugfél hans rann út af flugbrautinni við lendingu, en hann var eini farþeginn í vélinni, með tveggja manna áhöfn. Gordon var á leiðinni á fund með Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, og starfsteymi hans. 

Gordon vildi koma þökkum á framfæri til viðbragðsaðila sem komu honum til aðstoðar og þá var hann leiður yfir að ferðir annarra hefðu tafist. 

mbl.is