Hjá Liverpool til 2022

James Milner verður hjá Liverpool næstu árin.
James Milner verður hjá Liverpool næstu árin. AFP

James Milner hefur framlengt samning sinn við enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool til ársins 2022. Milner hefur verið hjá Liverpool síðan 2015 og spilað 198 leiki fyrir liðið. Verður hann 36 ára þegar samningurinn rennur sitt skeið. 

Milner lék mikilvægt hlutverk hjá Liverpool er liðið var Evrópumeistari á síðustu leiktíð, en hann getur leikið sem miðjumaður og bakvörður. Milner fetar í fótspor knattspyrnustjórans síns, Jürgen Klopp, en Klopp skrifaði fyrr í dag undir nýjan fimm ára samning við Liverpool. 

Milner hefur leikið 21 leik á tímabilinu og skoraði hann m.a. sigurmark í uppbótartíma gegn Leicester í október. Milner er uppalinn hjá Leeds, en hann hefur einnig spilað með Newcastle, Aston Villa og Manchester City.

mbl.is