„Ekki fallegasti leikurinn“

Jürgen Klopp þakkar stuðningsmönnum fyrir á Anfield í dag.
Jürgen Klopp þakkar stuðningsmönnum fyrir á Anfield í dag. AFP

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var að vonum ánægður með 2:0-sigur sinna manna á Watford í ensku úrvalsdeildinni í dag en toppliðið þurfti að hafa fyrir sigrinum á Anfield.

„Þetta var ekki fallegasti leikurinn en ég er meira en ánægður með úrslitin. Á þessum tímapunkti þarf að sýna seiglu og við gerðum það í dag,“ sagði Þjóðverjinn í viðtali við BT Sport strax að leik loknum en Mohamed Salah skoraði bæði mörkin gegn botnliðinu, sem gerði Liverpool erfitt fyrir lengst af.

„Watford fékk sín færi en við skoruðum úr okkar. Við hefðum getað gert leikinn auðveldari en það er erfitt að stjórna alltaf leikjum. Við þurftum að verjast af krafti og vera skipulagðir í dag.“

mbl.is