Ekki með Arsenal næstu þrjá mánuðina

Kieran Tierney yfirgefur völlinn í Lundúnum í leiknum gegn West …
Kieran Tierney yfirgefur völlinn í Lundúnum í leiknum gegn West Ham í vikunni. AFP

Arsenal verður án varnarmannsins Kierans Tierneys næstu þrjá mánuðina eftir að hann fór úr axlarlið í leiknum gegn West Ham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í vikunni.

Tierney þurfti að fara af velli í leiknum vegna meiðslanna og staðfesti félagið í dag að hann myndi þurfa að fara í aðgerð í næstu viku. Endurhæfingin er talin munu taka um þrjá mánuði og er því um enn eitt höggið að ræða í herbúðum Arsenal.

Hector Bellerín meiddist í upphitun fyrir leikinn gegn West Ham og Granit Xhaka verður einnig frá eftir að hafa orðið fyrir höfuðhöggi í leiknum. Þá varð sóknarmaðurinn Nicolas Pépé fyrir höggi gegn West Ham og ólíklegt að hann verði tilbúinn þegar Arsenal tekur á móti Englandsmeisturum Manchester City á morgun.

mbl.is