Höfnuðu tilboði Tottenham

Krzysztof Piatek hefur skorað fjögur mörk í átján leikjum fyrir …
Krzysztof Piatek hefur skorað fjögur mörk í átján leikjum fyrir Tottenham á tímabilinu. AFP

Ítalska knattspyrnufélagið AC Milan hafnaði tilboði Tottenham í Krzysztof Piatek, framherja liðsins, en það eru ítalskir fjölmiðlar sem greina frá þessu. Tottenham vill styrkja framlínu sína en Harry Kane verður frá næstu tíu vikurnar vegna tognunar aftan í læri.

Piatek gekk til liðs við AC Milan frá Genoa í janúar 2019 og hann skoraði 9 mörk í 18 leikjum í ítölsku A-deildinni fyrir AC Milan á seinni hluta síðasta tímabils. Hann hefur hins vegar ekki farið jafn vel af stað á þessari leiktíð og hefur aðeins skorað 4 mörk í 18 leikjum í A-deildinni.

Tottenham vildi fá pólska landsliðsmanninn á láni en AC Milan vill frekar selja Piatek. Newcastle er einnig sagt áhugasamt um framherjann en hann kostar í kringum 30 milljónir punda. 

mbl.is