Fyrrverandi markmaður Liverpool aftur til Englands

Pepe Reina er á leið til Englands á nýjan leik.
Pepe Reina er á leið til Englands á nýjan leik. AFP

Enska knattspyrnufélagið Aston Villa hefur gert samkomulag við AC Mílan um að fá spænska markvörðinn Pepe Reina að láni út leiktíðina. Reina hefur leikið með stórliðum á borð við Barcelona, Liverpool, Bayern München og svo AC Mílan. 

Hinn 37 ára gamli Reina mun mæta til Birmingham á mánudag og gangast undir læknisskoðun. Er honum ætlað að koma í stað Tom Heaton, sem leikur ekki meira á leiktíðinni vegna meiðsla. 

Ojan Nyland stendur í markinu er Aston Villa mætir Manchester City á morgun, en Reina gæti staðið á milli stanganna er Villa mætir Brighton á laugardag eftir viku. Reina, sem hefur aðeins leikið 13 leiki á síðustu tveimur tímabilum, vill færa sig um set til að spila meira. Hefur hann verið varamarkmaður Gianluigi Donnarumma síðustu ár. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert