Skoraði og sá rautt fyrir ljótt brot (myndskeið)

Crystal Palace og Arsenal skiptu með sér stig­un­um þegar liðin mætt­ust í ensku úr­vals­deild­inni í knatt­spyrnu á Sel­hurst Park í London í dag. Leikn­um lauk með 1:1-jafn­tefli. 

Pierre Emerick-Aubameyang, fyrirliði Arsenal, var áberandi í leiknum en hann skoraði mark Arsenal og fékk rautt spjald fyrir ljóta tæklingu. 

Mörkin og tæklinguna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. 

Svip­mynd­ir úr leikn­um má sjá í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan, en mbl.is fær­ir ykk­ur efni úr enska bolt­an­um í sam­vinnu við Sím­ann sport.

mbl.is