Watford kaupir Argentínumann

Ignacio Pussetto.
Ignacio Pussetto. AFP

Enska úrvalsdeildarfélagið Watford hefur gengið frá kaupum á Argentínumanninum Ignacio Pussetto og gert við hann fjögurra og hálfs árs samning. Pussetto kemur til Watford frá Udinese á Ítalíu. 

Hinn 24 ára gamli Pussetto kostaði enska félagið sjö milljónir punda. Pozzo-fjölskyldan á bæði Udinese og Watford og gengu kaupin því áfallalaust fyrir sig, en ítalska félagið keypti Pussetto á sömu upphæð sumarið 2018. 

Pussetto hefur skorað fimm mörk í 44 leikjum með Udinese, en þar á undan skoraði hann ellefu mörk í 42 leikjum með Huracán í heimalandinu. 

mbl.is