Hætta við ferð af öryggisástæðum

Ole Gunnar Solskjær og leikmenn Manchester United þurfa að finna …
Ole Gunnar Solskjær og leikmenn Manchester United þurfa að finna annan dvalarstað í febrúarfríinu. AFP

Ole Gunnar Solskjær og hans menn í enska knattspyrnuliðinu Manchester United fara ekki í æfingabúðir í Katar eða Dubai í febrúar eins og til stóð vegna óöruggs stjórnmálaástands við Persaflóann.

Manchester United spilar ekki í sextán daga frá 1. til 17. febrúar og Solskjær ætlaði með liðið á þessar slóðir, eins og gert var fyrir ári þegar liðið dvaldi í Dubai í janúar. Þá var hluti liðsins sendur þangað til æfinga í landsleikjahléinu í nóvember. United hefur einnig æft af og til í Katar á undanförnum árum.

„Það þarf að hafa áhyggjur af fleiru en fótboltanum. Við ætluðum til Mið-Austurlanda en það verður ekkert af því. Við höldum okkur í Evrópu,“ sagði Solskjær á fréttamannafundi fyrir bikarleik liðsins gegn Wolves sem er á Old Trafford í kvöld.

mbl.is