Miklu meira en þrjú stig í boði (myndskeið)

Erkifjendurnir Liverpool og Manchester United eigast við í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á sunnudaginn klukkan 16:30. 

United er eina liðið í deildinni á leiktíðinni sem hefur stöðvað lærisveina Jürgens Klopp, en 1:1-jafntefli varð niðurstaðan þegar þau mættust á Old Trafford í fyrri umferðinni. Liverpool hefur unnið alla aðra deildarleiki sína á tímabilinu, tuttugu talsins.

Liverpool þurfti lengi að bíta í það súra epli að horfa á United, undir stjórn Sir Alex Fergusons, vinna hvern meistaratitilinn á fætur öðrum, en er núna komið að Liverpool? 

Skemmtilegt myndband um þessa erkifjendur má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann Sport. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert