Nýr fyrirliði staðfestur hjá Manchester United

Harry Maguire tekur formlega við fyrirliðastöðunni en hefur gegnt henni …
Harry Maguire tekur formlega við fyrirliðastöðunni en hefur gegnt henni í mörgum leikjum í vetur. AFP

Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur staðfest að miðvörðurinn Harry Maguire muni taka við fyrirliðastöðunni þegar Ashley Young hverfur á braut til Inter Mílanó.

Aðeins er eftir að ganga formlega frá vistaskiptum Youngs til ítalska félagsins en hann hefur leikið í hálft níunda ár með United. Maguire var keyptur frá Leicester síðasta sumar fyrir 80 milljónir punda og varð með því dýrasti varnarmaður heims. Hann hefur spilað alla 22 leiki United í úrvalsdieldinni í vetur og samtals 29 mótsleiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert