Nýliðarnir nálgast Meistaradeildarsæti

Leikmenn Sheffield United fagna sigurmarkinu.
Leikmenn Sheffield United fagna sigurmarkinu. AFP

Glæsilegt gengi nýliða Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta virðist engan endi ætla að taka. Liðið hafði betur gegn Bournemouth á heimavelli í dag, 2:1. 

Callum Wilson kom Bournemouth yfir á 13. mínútu en Billy Sharp jafnaði í uppbótartíma fyrri hálfleiks og var staðan í leikhléi 1:1. Þannig var hún allt fram að 84. mínútu er John Lundstram skoraði sigurmark Sheffield-liðsins. 

Sheffield United fór upp í fimmta sæti með sigrinum og er nú aðeins tveimur stigum frá Chelsea, sem er í fjórða sætinu. Bournemouth er í 16. sæti með 26 stig, tveimur stigum frá fallsæti. 

mbl.is