Klopp finnur til með Guardiola

Jürgen Klopp
Jürgen Klopp AFP

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, finnur til með Pep Guardiola, stjóra Manchester City. City var í gær úrskurðað í tveggja ára bann frá Meistaradeild Evrópu vegna brota á fjármálareglum UEFA.  

„Það var áfall að heyra þetta,“ sagði Klopp á blaðamannafundi Liverpool eftir 1:0-sigur á Norwich í ensku úrvalsdeildinni í dag. „Ég veit ekkert hvernig svona gerist eða virkar. Eina sem ég veit er að City spilar glæsilegan fótbolta undir stjórn Guardiola,“ bætti hann við. 

„Ég hef alltaf notið þess að fylgjast með því sem hann er að gera og það hættir ekki núna. Ég get rétt ímyndað mér hvað þetta er erfitt fyrir íþóttamennina, sem treysta mönnunum á bak við tjöldin. Ég finn til með Pep og leikmönnunum,“ sagði Klopp. 

mbl.is