City gæti misst stig í deildinni

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City.
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City. AFP

Enska knattspyrnufélagið Manchester City var í vikunni úrskurðað í tveggja ára bann frá Evrópukeppnum UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu, fyrir brot á fjármálareglum sambandsins. 

City gæti verið refsað enn frekar því forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar rannsaka nú möguleg brot á City á fjármálareglum deildarinnar. Að sögn Guardian hafa lögfræðingar City og ensku úrvalsdeildarinnar fundað sín á milli. 

Þýski miðilinn Der Spiegel greindi frá því að City hafi greitt umboðsmanni Jadon Sancho ólöglega og að leyfa þriðja aðila að eiga hlut í leikmönnum. Þá á eigandi City, Sheikh Man­sour bin Zayed Al Na­hy­an, að hafa logið til um að fé sem hann lagði til félagsins hafi komið í gegnum auglýsingatekjur. 

Ef allt fer á versta veg fyrir City gæti liðið misst stig í deildinni og fengið væna sekt. Manchester City hef­ur ávallt neitað sök og mun áfrýja úrskurði UEFA til Alþjóðaíþrótta­dóm­stóls­ins, CAS. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert