Rekinn frá BBC fyrir rasisma

Leikmenn Derby fagna.
Leikmenn Derby fagna. AFP

Craig Ramage, fyrrverandi leikmaður Derby, Wigan og Watford, hefur verið rekinn frá BBC vegna rasískra ummæla er hann ræddi um leikmenn Derby eftir 1:1-jafntefli liðsins við Huddersfield í ensku B-deildinni á laugardag. 

Ramage var ósáttur við spilamennsku Max Lowe og Jayden Bogle en þeir eru báðir dökkir á hörund. „Þegar ég horfi á ákveðna leikmenn og líkamstjáningu þeirra, þá sést að það þarf að ná þeim aftur niður á jörðina.

Ég myndi segja það um ungu svörtu strákana í Derby,“ sagði Ramage í beinni útvarpsútsendingu. 

Lowe svaraði ummælunum á Instagram þar sem hann fordæmdi þau og félagið gerði slíkt hið sama í yfirlýsingu. Phillip Cocu, knattspyrnustjóri Derby, sagði ummælin óafsakanleg. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert