Stöðvuðu þriggja leikja taphrinu (myndskeið)

Sout­hampt­on vann góðan sig­ur á Ast­on Villa, 2:0, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Shane Long kom liðinu yfir eft­ir 8 mín­út­ur og Stu­art Armstrong bætti öðru marki við í upp­bót­ar­tíma.

Sout­hampt­on er með 34 sig í 12. sæti en Ast­on Villa er með 25 stig í 17. sæti. Sigurinn var kærkominn hjá Southampton eftir þrjú töp í röð, en nú hefur Aston Villa tapað þremur í röð. 

Svip­mynd­ir úr leikn­um má sjá í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan en mbl.is fær­ir ykk­ur efni úr enska bolt­an­um í sam­vinnu við Sím­ann sport. 

mbl.is