Áfall fyrir Arsenal

Sead Kolasinac fór meiddur af velli gegn Everton um síðustu …
Sead Kolasinac fór meiddur af velli gegn Everton um síðustu helgi. AFP

Sead Kolasinac, bakvörður enska knattspyrnufélagsins Arsenal, gæti misst af restinni af tímabilinu eftir að hafa meiðst illa á öxl í 3:2-sigri Arsenal gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni á Emirates-vellinum í London um síðustu helgi.

Kolasinac var í byrjunarliði Arsenal í leiknum en þurfti að fara af velli vegna meiðsla eftir aðeins nítján mínútna leik. Kolasinac þarf að gangast undir frekari rannsóknir en enskir fjölmiðlar telja að hann muni missa af restinni af tímabilinu.

Kolasinac er 26 ára gamall en hann hefur byrjað þrettán leiki í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu þar sem hann hefur lagt upp tvö mörk. Hann gekk til liðs við Schalke árið 2017 og á að baki 92 leiki fyrir félagið þar sem hann hefur skorað fimm mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert