Uppákoman hjá Tottenham til rannsóknar

Eric Dier í leiknum í gær.
Eric Dier í leiknum í gær. AFP

Enska knattspyrnusambandið hefur staðfest við BBC að atvik sem átti sér stað eftir leik Tottenham og Norwich í ensku bikarkeppninni í gærkvöldi er til rannsóknar. Um er að ræða þegar Eric Dier, leikmaður Tottenham, hljóp upp í stúku og átti í deilum við stuðningsmann.

Mynd­skeið sem birt­ust á sam­fé­lags­miðlum sýndu Dier hlaupa meðfram hliðarlín­unni eft­ir leik­inn, stökkva yfir aug­lýs­inga­skilti og hlaupa yfir sæti í stúk­unni þar sem hann virt­ist stefna á einn til­tek­inn áhorf­anda, án þess þó að ná til hans þar sem aðrir áhorf­end­ur komu í veg fyr­ir það. Er áhorfandinn sagður hafa beint niðrandi ummælum til yngri bróður Dier.

José Mourinho, stjóri Tottenham, fordæmdi viðbrögð leikmanns síns en sagðist þó skilja hann engu að síður. „Dier gerði það sem við atvinnumenn megum ekki gera,“ sagði Portúgalinn við Sky Sports eftir leikinn. Enska knattspyrnusambandið mun nú rannsaka málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert